
Dekal býður upp á sandblástursfilmur og merkingar fyrir heimili og fyrirtæki. Við önnumst allt frá hönnun og mælingum til framleiðslu og uppsetningar.
Dekal var stofnað árið 2020 á eldhúsborði í Hafnarfirði. Það byrjaði sem lítil tilraun til að prenta límmiða en vatt heldur betur upp á sig. Dekal var fljótlega farið að hanna, framleiða og setja upp alls kyns filmur fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og sinnt hundruðum ánægðra viðskiptavina.
Stofnandi Dekal er Freyja Maria Cabrera. Freyja útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2021 en hefur lengi fengist við sköpun af ýmsu tagi. Hún hefur sérstakan áhuga á mynstrum og mikla reynslu af mynsturgerð.
Vantar þig merkingar?
Ekki hika við að heyra í okkur. Við tökum að okkur verkefni af öllu tagi.